Bakan er með parmesan-, spínat- og blauðlauksfyllingu og toppuð með kirsuberjatómötum. Fullkomin á haustkvöldi.
Það var hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem töfraði þetta fram.
Fletjið smjördeigið út og þekjið bökumót sem er um 24 sm í þvermáli með því. Stingið um botninn með gaffli og látið síðan í frysti í 30 mínútur.
Hitið ofninn í 225°.
Forbakið bökuskelina í 15 mínútur í miðjum ofni. Takið skelina að því loknu úr ofninum og lækkið hitann niður í 200°. Ef smjördeigið hefur blásið upp við baksturinn þá er botninum á því þrýst aftur niður.
Skolið púrrulaukinn og skerið hann í strimla.
Hitið olíu á pönnu og steikið púrrulaukinn þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið þá spínatinu á pönnuna og steikið áfram þar til spínatið er orðið mjúkt.
Setjið púrrulauk, spínat og rifinn parmesanost í bökuskelina.
Hrærið egg og rjóma saman og kryddið með salti og pipar. Hellið hrærunni yfir fyllinguna og toppið með hálfum kirsuberjatómötum.
Bakið í miðjum ofni í um 30 mínútur.
Uppskrift af vef kokteill.is