Fullkomið sem meðlæti eða til að narta í sem millimál t.d.
2 bollar af brokkólí – notið bara blómin og gufusjóðið og saxið fínt
2-3 gulrætur, rifnar – þetta er um 1 bolli
½ bolli af rifnum parmesan osti – nota ferskan
3 grænir laukar – ef þú finnur þá ekki, notað þá rauðlauk og saxa vel niður
3-4 hvítlauksgeirar – kramdir
1 egg – létt hrært með gaffli
½ tsk af ítölsku kryddi (Italian seasoning)
½ bolli af hveiti – helst glutenlausu
3 msk af hnetuolíu til steikingar – ég notaði kókósolíu
Takið stóra skál og blandið saman gufusoðnu brokkólí, rifnu gulrótunum, parmesan osti, græna lauknum, hvítlauk, egginu og hveiti. Blandið öllu vel saman og hrærið þar til öll hráefnin hafa “kynnst” hvort öðru vel.
Hitið nú þá olíu sem þið ætlið að nota á járnpönnu (non-stick skillet) og hafið á meðal háum hita.
Setjið nú blönduna í bolla, hann á að fyllast upp að ¼. Kremjið vel í bollann.
Setjið nú klattann á pönnuna í heita olíuna og þrýstið ofan á til að fletja klattann aðeins út.
Endurtakið þar til blandan er búin.
Klatta skal elda í 2 mínútur, snúa við og elda í 1-2 mínútur eða þar til þeir eru gylltir á lit. Ef þér finnst þeir byrja að brenna þá skal lækka hitann.
Takið svo klatta af pönnunni og setjið á eldhúspappír til að þerra olíuna.
Berið svo fram á fallegum bakka og það besta sem hægt er að nota með þessu er annað hvort hreinn jógúrt eða bráðinn gráðostur til að dýfa í.