Þessi dásemdar drykkur hér er stútfullur af C-vítamíni sem gerir húðinni okkar svo rosalega gott. Á ensku er hann kallaður Super C beauty smoothie.
Uppskrift er fyrir 2 drykki – einfalt að stækka.
1 stútfullur bolli af jarðaberjum – pilluð (einfaldast er að stynga röri ofan í jarðaberið og pilla þannig blómið ofan af og innan úr berinu)
½ rauð paprika – í sneiðum
½ bolli af blómkáli – skorið vel niður
1 fullur bolli af spínat – saxað niður
1 banani – má vera frosinn
2 msk af chia fræjum
½ - 1 bolli af möndlu eða kókósmjólk
Ef þú vilt drykkinn vel kaldann þá má setja klaka og draga þá aðeins úr mjólkinni eða sleppa henni og nota kókósvatn í staðinn.
Allt hráefni fer í blandarann og er sett á góðann hraða og látið blandast saman þar til drykkur er mjúkur.
Hellið í tvö glös eða krukkur, skellið lokinu á og röri ofan í gat á lokinu.