Hádegið.
Þessi dásamlega súpa.
Elda hana nokkrum sinnum á ári og hún verður bara best og betri nokkrum dögum eftir eldun :)
Dásamleg súpa.
Með austurlenskum blæ.
Innihald.
1,5 liter vatn.
1/2 dós Biona kókosmjólk ( má alveg vera heil dós..bara eftir smekk)
1 msk. olía til að steikja upp úr
1 sæt kartafla frekar stór
3 stórar gulrætur
1 Rauðlaukur
1 stöngull sellery
3 rif hvítlaukur
4 cm engifer
1/2 piri piri chilli ( rótsterkur !! svo þeir sem vilja ekki mikið chilli bara rauðan venjulegan og eftir smekk)
Lófafyllir af ferskum kóriander
1 dós hvítar baunir frá Biona ( sjúklega góðar baunir)
2 tsk. rautt karry paste
2 msk. grænmetiskraftur
1 tsk fish sause
1 tsk., karry Pottagaldrar
1 tsk. tandori Pottagaldrar
1 tsk. sukrin gold (hrásykur eða 2 döðlur)
Salt
Pipar mulin
Aðferð.
Hita oliu í potti.
Steikja laukinn-hvítlaukinn-chilli-engifer-sellery-kórander-salt og pipar.
Síðan karry paste-sukrin cold og allt kryddið ásamt fish sause.
Hræra vel og bara rétt steikja.
Síðan bæta við vatninu , grænmetiskraftinum kokosmjólkinni, kartöflunni , gulrótunum og baununum.
Fínt að skera þetta gróft bara...
Ekkert voða fínt eða mikið dútl....fer hvort eð er allt undir töfrasprotann.
Leifa þessu öllu að sjóða í 25 min .
Þá setja allt í blandara eða nota töfrasprota og búa til silki mjúka súpu.
Setja í pottinn aftur og leifa malla aðeins :)
Krydda til með salt og pipar.
Finna sinn styrkleika með chilli er heila málið við svona súpur.
Síðan eru ekki allir sem eru hrifnir af kórander....þá er fínt að nota steinselju.
Og líka bara leika sér með krydd og grænmetið :)
Þessi súpa er líka góður sem grunnur.
Því það er æði að bæta útí , kjúlla, fisk, baunum, eggjum, núðlum, pasta, blómkálsgrjónum :)
bara leika sér.
Virkar vesen og vandræði...en ekkert mál :)
Algjör bomba þessi <3