Prufaðu þessa, má hafa í morgunmatinn og bera fram með dásamlegu salati.
500 gr af pizza deigi – helst hafa það gróft (whole wheat)
2 lengjur af beikoni
¾ bolli af niðurskornum skallot lauk
500 gr af ferskum grænum aspas – snyrta hann og skera í litla bita
4 stór egg
¼ tsk af sjávar salti
¼ tsk af ferskum svörtum pipar
1 bolli af rifum cheddar osti
Forhitið ofninn á 250 gráður.
Taktu stóra ofnplötu og skelltu á hana smjörpappír. Það má líka smyrja hana með smjöri eða olíu.
Rúllaðu nú úr deiginu, notaðu örlítið af hveiti á borðið svo deig festist ekki við.
Hafðu deig í svipaðri stærð og bökunarplatan.
Skelltu deigi í ofninn og látið bakast þar til það er stökkt að neðan. Þetta tekur um 8 mínútur.
Á meðan deig er í ofni skal steikja beikon yfir meðal hita, beikon á að vera stökkt. Þurrkið svo beikon með eldhúspappír.
Setjið laukinn á pönnuna næst og hrærið oft, laukur á að verða brúnn. Þetta tekur um 2 mínútur.
Bætið aspas við og látið eldast í 2-3 mínútur, aspas á að verða mjúkur.
Dreifið nú grænmeti yfir pizzuna og endið á beikoni.
Þeytið egg, salt og pipar saman og hellið hægt yfir grænmetið, reynið að láta egg ekki renna á skorpuna.
Dreifið osti yfir allt saman.
Bakið þar til eggin eru tilbúin og ostur bráðinn. Þetta tekur 8-10 mínútur.
Fullkomin morgunverðarpizza.