1 bolli valhnetur
1/3 bolli chiafræ
1/3 bolli möluð hörfræ
1/3 bolli hampfræ
¼ bolli kakónibbur
¾ bolli graskersfræ
1 bolli rúsínur
1 bolli döðlur
1-2 msk bráðin kókosolía (ef þarf)
- Setjið allt í matvinnsluvél nema rúsínur, döðlur og kókosolíu og blandið vel saman.
- Bætið svo við rúsínum og döðlum og blandið vel þar til blandan er farin að klístrast saman.
- Ef of þurrt bætið þá við fleiri döðlum eða kókosolíu.
- Setjið bökunarpappír ofan í mót þannig að það þekji botninn og hliðarnar.
- Setjið blönduna í botninn, dreifið úr og þjappið vel saman.
- Sett í frysti í 1-2 klst. Þá tekið út og súkkulaðinu smurt ofan á.
½ bolli hunang
¾ bolli kakóduft
1/3 bolli kakósmjör – brætt
1 msk kókosolía
- Allt hrært vel saman.
- Súkkulaðinu er hellt yfir blönduna.
- Sett aftur inn í frysti í 2 klst.
- Tekið út skorið í bita – tilbúið
- Afgangurinn geymdur í frysti.
Heilsukveðja,
Ásthildur Björns