Byrjið á því að sjóða hrísgrjónin því þau taka 45 mínútur að sjóða ef maður er með hýðishrísgrjón.
Skerið kjúklinginn í strimla, setjið olíu og pressaðan hvítlauk á pönnu og engiferið og steikið aðeins áður en þið bætið kjúklingnum út í og steikið hann þangað til hann er steiktur í gegn. Takið þá teriyaki sósuna og hellið yfir ásamt kókósmjólkinni, kryddið eftir smekk og látið malla í smá tíma. Bætið þá chilli út í og kóríander. Þegar ég er búin að sjóða grjónin skola ég þau aðeins og bæti svo út í þau fetaostinum og smá kóríander í viðbót. Nú svo er bara að njóta!!!