Þetta salat er tilvalið í hádegismatinn.
Hráefni:
400 g kjúklingalundir
½ msk balsamikgljái
salt og nýmalaður pipar
3 sneiðar gróft brauð
400 g blandað salat
1 stk lárpera, afhýdd,
steinhreinsuð og sneidd
70 g kirsuberjatómatar,
skornir í bita
handfylli af alfa alfa spírum
70 g pekanhnetur
70 g niðurrifinn ostur
Leiðbeiningar:
Hitið ofninn í 180°C.
Raðið kjúklingalundunum á smjörpappírsklædda ofnplötu og hellið balsamikgljáanum yfir og kryddið með salti og pipar.
Bakið í 25–30 mínútur.
Ristið brauðsneiðarnar og skerið þær í kubba.
Raðið salatinu á diska, stráið brauðinu og kjúklingnum yfir ásamt öllu grænmetinu, hnetunum og ostinum og hellið létt salat-dressingu eða góðri olíu yfir.
Njótið vel!