Uppskrift eru c.a 10 bollur, fer eftir stærð.
1 bolli af þínu uppáhalds hveiti
1 bolli af heilhveiti
1 msk af baking powder
½ tsk af matarsóda
½ tsk af salti
2 msk af rifinni kókóshnetu
¼ bolli af kókóshnetuolíu
3 msk af maple sýrópi
¾ bolli af kókósmjólk
1 flax egg (ein msk hörfræ+ein msk vatn-látið sitja þar til þetta lítur út eins og hlaup)
¾ bolli af kókosflögum
2 msk maple sýróp
1msk af soja sósu eða glútenlausri tamari
½-1 tsk af fljótandi smoke (fer eftir því hversu sterkt bragð þú vilt)
Forhitið ofninn í 180 gráður.
Undirbúið kókósbeikonið með því að hrista saman kókósflögur með maple sýrópi, tamari og fljótandi smoke. Dreifið á bökunarplötu með bökunarpappír undir og látið bakast í 10 mínutur.
Kíkið reglulega í ofninn svo þetta brenni ekki.
Takið kókósbeikon úr ofni.
Hækkið hita á ofni í 220 gráður.
Blandið öllum hráefnum saman ásamt rifnu kókóshnetunni. Bætið saman við kókóshnetuolíunni og blandið þessu saman með höndunum þar til allt er vel komið saman.
Í aðra skál skal setja öll blautu hráefnin, ásamt flax egginu.
Bætið blautu hráefnunum saman við þessi þurru og hrærið allt mjög vel saman.
Deigið á að vera frekar þykkt svo það haldist vel þegar þú mótar bollurnar. Ef þér finnst deig of þurrt þá má bæta örlitlu við af kókósmjólkinni, 1 tsk í einu.
Bætið nú kókósbeikoni saman við og hrærið öllu saman.
Á plötu með bökunarpappír skal setja bollurnar. Notið vel fulla matskeið og mótið í kúlur. Deig á að vera 10 bollur en það fer eftir því hversu stórar kúlurnar eru hjá þér.
Setjið í ofninn og bakið í 16-18 mínútur.
Látið svo kólna í nokkrar mínútur og berið fram volgar nýbakaðar bollur.
Gott er að smyrja þær með smjöri eða borða eintómar.
Þessar bollur geymast í loftæmdu boxi í 3 daga í ísskáp en það má líka frysta þær.