Fátt jafnast á við nýveidda ýsu (nema frosin sé) á kvöldverðarborðið. Hér áður fyrr þótti ýsan herramannsmatur framreidd með tólg og kartöflum en í dag er úrval meðlætis talsvert meira. Ekki eru allir sólgnir í tólgina, enda mun hún ekki meinholl okkur mannfólkinu. En það er ýsan aftur á móti, sneisafull af próteini og rík af hollum fitusýrum, að ekki sé minnst á fólasínmagnið sem barnshafandi konum er einmitt ráðlagt að neyta á fyrsta hluta meðgöngunnar.
Því er nefnilega þannig farið um bætiefnin að líkaminn vinnur best úr þeirri næringu sem við fáum beint úr fæðunni og því er tilvalið að reiða fram ilmandi ýsu með ljúffengri Lofoten fiskisósu sem leysir tólgina forðum daga af hólmi og er mun bragðbetri, en með þessum rétt er tilvalið að gufusjóða íslenskt grænmeti sem gælir við bragðlaukana!
800 gr ýsa
Brokkolí og annað grænmeti eftir smekk, t.d. papriku, blaðlauk eða sveppi
Lofoten fiskisósa frá Toro
1 poki rifinn ostur
Kartöflur og ferskt salat
Ef búið er að flaka og roðfletta fiskinn þá tekur þessi réttur um það bil jafn langan tíma og kartöflurnar að sjóða (25-30 mín).
Meðan verið er að sjóða kartöflurnar þá er ofninn hitaður (180 gráður) og sósan hituð (uppskrift á pakka). Fiskurinn og brokkolíið skorið niður í bita. Þunnt lag af sósu sett á botninn í eldföstu móti. Fiskbitarnir lagðir ofan á það og einnig brokkolíið og annað grænmeti eftir smekk. Hellið síðan restinni af sósunni yfir og stràið svo rifnum osti yfir allt. Bakað í ofni við 180 gráður í ca 25 mín.
Uppskrift frá kvon.is