Hér er á ferðinni Mangó-Tangó kjúklingur með austurlensku yfirbragði. Þú losnar ekkert auðveldlega við brosið eftir þessa máltíð
1 bakki kjúklingabringur
1 msk sesamolía
2 msk ólífuolía
3-4 cm engiferbútur
3 hvítlauksrif
1 tsk nigellu fræ (fást í Vietnam Market á Suðurlandsbraut)
1/2 tsk túrmerik
1 tsk chilliduft
Herbamare salt
1 venjulegur laukur
6 karrýlauf (fást í Vietnam Market, má sleppa)
2,5 dl vatn
3 tsk kjúklingakraftur
2 meðalstór og þroskuð mangó (eða 1 mangó + 1 grænt epli)
1 tómatur
1 grænt chilli
Steinselja
1) Skerið kjúkling í bita.
2) Pressið hvítlauk í skál og bætið sesamolíu, túrmeriki, fínt söxuðum engifer, nigellu fræjum, chillidufti og salti við. Hrærið saman og veltið kjúklingnum upp úr blöndunni. Látið standa í skál með plastfilmu yfir í ísskáp í 1-2 klst.
3) Skerið lauk og steikið hann upp úr ólífuolíunni þar til hann fer að mýkjast.
4) Bætið kjúklingnum á pönnuna ásamt karrýlaufum og steikið þar til hann hefur tekið góðan lit og er nánast eldaður í gegn.
5) Skerið mangó, tómat og chilli. Bætið því út á pönnuna og hrærið öllu vel saman.
6) Hellið vatni út á pönnuna ásamt kjúklingakraftinum. Náið upp suðu og látið malla í 10-15 mínútur.
Skreytið með ferskri steinselju og berið fram með hýðishrísgrjónum og grænmeti.
Uppskrift frá birnumolar.com