Hann er stútfullur af vítamínum og trefjaríkur sem er afar gott fyrir bakteríuflóruna í meltingarvegi og þú ert södd fram að hádegi.
Uppskrift er fyrir eitt glas/krukku
1 bolli af mjólk að eigin vali – ég myndi nota möndlu eða kókósmjólk
1/3 bolli af elduðum höfrum sem hafa verið kældir – munið að það eru líka til hafrar án glúteins
1/3 bolli af stöppuðum jarðaberjum – frosin eða fersk
Hunang – má sleppa
Fersk vanilla
Skellið í blandarann, mjólkinni, kældum höfrum , jarðaberjum, hunangi og vanillunni.
Látið blandast vel á mesta hraða eða þar til drykkur er orðinn mjúkur.
Hellið í glas eða krukku og drekkist strax.