Það er mikilvægt að njóta okkar yfir páska í samveru fjölskuldunnar og þá er einmitt fullkomið að eiga eitthvað gott páskagóðgæti til að deila.
Góður kostur við að gera þitt eigið súkkulaði yfir páska er að þú getur stjórnað sætumagninu svo ef þú ert vön sykurminni lífsstíl mæli ég með að minnka hlynsírópsmagnið í súkkulaðinu niður í 75 gr. Ég notaði litla páskaeggjabakka sem henta uppskriftinni vel.
Þegar þið eruð búin að bræða súkkulaðið eru eggin fyllt með kasjúsmjörkremi..mmm
Leyfið eggjunum að harðna og skreytið með bræddu súkkulaði, ég notaði vegan hvítt súkkulaði og salt.
100g kakósmjör brætt
50 gr kókosolía
75g hrátt kakó duft
100g hrátt hlynsíróp
4 dropar steviudropar t.d frá via health steviu
1 tsk vanilludropar
Páskaeggjaform
4 msk kasjúhnetusmjör t.d frá Monki
1 msk vegan smjör t.d frá Earth balance
1 msk hlynsíróp
1 tsk vanilludropar
4-6 klípur salt
Vegan hvítt súkkulaði til skreytingar
1. Bræðið kakósmjör og kókosolíu yfir vatnsbaði. Hrærið saman kakódufti, hlynsírópu, steviudropum og vanillu með gafli þar til silkimjúkt.
2. Hellið þunnu lagi af súkkulaðinu yfir páskaeggjamót og frystið í 10 mín. Geymið súkkulaðið yfir vatnsbaði svo það stífni ekki.
3. Útbúið á meðan fyllingu með því setja allt í skál og hræra. Gott ráð til að fá silkimjúka karamellu er að setja allt í matvinnsluvél eða blandara.
4. Takið eggjamótið úr frysti og hellið öðru lagi af súkkulaði yfir. Frystið í 10 mín.
5. Bætið fyllingu í eggjamótið lauslega (c.a einn tsk í hvert) og hellið súkkulaði yfir. Sléttið úr með hníf og frystið á ný í 10-20 mín.
6. Bræðið hvítt súkkulaði og sléttið yfir ef þið viljið. Njótið.
Fyllir 6 eggja hálfmána eða tvö páskaeggjamót
Gleðilega páska :)
Heilsa og hamingja,