Mér finnst fátt skemmtilegra en að dúlla mér í eldhúsinu enda mikil áhugamanneskja um að elda og borða góðan mat. Ekki er alltaf mikill tími sem gefst í eitthvað dúll svo þegar ég er að flýta mér þá hendi ég í þetta pasta.
Mér finnst fátt skemmtilegra en að dúlla mér í eldhúsinu enda mikil áhugamanneskja um að elda og borða góðan mat.
Ekki er alltaf mikill tími sem gefst í eitthvað dúll svo þegar ég er að flýta mér þá hendi ég í þetta pasta.
Það er ekki bara hollt heldur einnig alveg stórkostlega gott!
Þessi uppskrift kemur úr minni eigin smiðju og ætla ég að deila henni hér með ykkur:
- Pasta að eigin vali t.d. skrúfur eða slaufur.
- 2 dósir túnfiskur í vatni.
- Ferskur blaðlaukur, eftir smekk.
- Spínat (1/4 poki) eða klettasaltsblanda (1/2 poki).
- Kirsuberjatómatar, hálft box.
- Gúrka, ég nota sirka 1/3.
- Sólþurrkaðir tómatar (sirka 5-6 stk).
- Rauð paprika, sirka hálf.
- Avakadó.
- Ólívuolía, 2 msk.
- Salt og pipar, eftir smekk.
Pastað eldað samkvæmt leiðbeiningum. Á meðan pastað sýður þá blanda ég öllu hráefninu saman. Þessi uppskrift dugir auðveldlega fyrir 2-3 manneskjur. Ég tek innan úr gúrkunni til þess að salatið verði ekki of blautt og sker grænmetið frekar smátt. Helli síðan smá ólívuolíu yfir þegar allt hráefnið er komið í skálina. Krydda að lokum með smá sjávarsalti og grófum pipar og blanda vel saman. Þegar pastað er tilbúið þá set ég það í sigti og kæli með köldu vatni.
Þá er bara að setja pasta á disk, skella salatinu yfir og njóta!
Elsa Kristinsdóttir
UPPSKRIFT AF VEF MAMMAN.IS