Stútfullur af hollustu og afar saðsamur.
Uppskrift er fyrir 2 drykki.
1 bolli af vanillu möndlu mjólk
½ bolli af grískum jógúrt – helst vanillu
¼ bolli af höfrum
1 msk af púðursykri – má nota annað sætuefni
¼ tsk af kanil
1 frosinn banani – ef þú notar ferskan skaltu setja ísmola með
Þú setur allt hráefnið í blandarann og lætur blandast þar til drykkur er mjúkur.