Eins og flestir vita þá er grískur jógúrt ríkur af próteini og bláber eru afar rík af andoxunarefnum.
Því ekki að skella í dúndur holla uppskrift og bjóða upp á um jólin.
Það eru aðeins 4 hráefni í þessari uppskrift þannig að ekkert múður, gæti ekki verið einfaldara.
Þessi uppskrift gefur um 20-24 trufflur.
1 bolli af bláberjum
½ bolli af dökkum súkkulaðiflögum
¼ bolli af grískum jógúrt – hreinn og ósætur
3 msk af ósætu cocoa dufti
Setjið súkkulaðiflögur í skál sem þolir örbylgjuofn og setjið í ofninn í 20 sekúndur, hrærið, og setjið á aðrar 20 sekúndur. Endurtakið þar til súkkulaði flögur eru alveg fljótandi.
Súkkulaði þarf að kólna í c.a 5 mínútur.
Hellið gríska jógúrtinu varlega saman við súkkulaðið. Notið spaða til að blanda þessu saman. Svo eru það bláberin. Passa að klessa þau ekki mikið.
Setjið þessa blöndu í ísskáp í hálftíma eða þar til blanda er stinn en samt hægt að forma í kúlur.
Setjið nú cocoa duftið í skál og gerið klára plötu með bökunarpappír.
Takið súkkulaði blöndu úr ísskáp.
Notið teskeið til að móta kúlur úr súkkulaðiblöndunni og rúllið þeim svo upp úr cocoa duftinu.
Endurtakið þar til súkkulaðiblanda er búin.
Raðið kúlum á bökunarpappírinn.
Þessu er svo skellt í ísskápinn þar til á að bera fram.
Afar einfalt og fljótlegt.