Hver elskar ekki súkkulaði?
Geir Gunnar gaf okkur sitt leyfi að birta efni frá sér og nú er tími fyrir súkkulaði!
Það góða við kakóið í súkkulaðinu er ríkulegt magn af pólýfenóli sem þarmabakteríurnar okkar elska og því dekkra sem súkkulaðið er því meira af pólífenóli.
En það er hægt að gera súkkulaðið enn þarmaflóruvænna með því að bæta t.d. þurrkuðu mangói, pistasíuhnetum og kókosflögum við .
Það er ekki einungis gott fyrir þarmaflóruna, heldur bragðast það dásamlega! En það er hægt að nota hvaða topping sem ykkur dettur í hug t.d. þurrkaða ávexti, hnetur, fræ eða annað.
Afhverju ekki að búa til konfekt sem bragðlaukarnir og þarmaflóran elskar?
Innihald:
Aðferð:
Saxið þurrkað mangó, pistasíuhnetur og kókosflögur (eða annað topping sem er notað)
Setjið súkkulaðið í skál yfir vatnsbaði og bræðið
Hrærið olífuolíu saman við súkkulaðið.
Hellið súkkulaðinu á plötu klædda bökunarpappír og dreifið úr. Stráið þurrkuðu mangói, pistasíuhnetum og kókosflögum yfir og smá sjávarsalti (valfrjálst).
Kælið í ísskáp eða frysti í um 30 mín eða lengur. Brjótið í bita og njótið! Tilvalið að geyma svo í frysti til að njóta seinna ef það er afgangur.
Þessi uppskrift er tekin af facebooksíðu Melting & Vellíðan. Við hjá NLFÍ þökkum Ingunni Erlu og Thelmu Rut kærlega fyrir að leyfa okkur að deila þessari hollu og góðu uppskrift með lesendum okkar.