Uppskrift er fyrir 4-6 – má stækka uppskrift.
Tvær 400 ml dósir af kókósmjólk (ekki fitusnauðri og geyma í ísskáp yfir nótt)
2 þroskuð avókadó
5-7 msk af hrísgrjónasýrópi eða öðru sætuefni
1 tsk af piparmyntu extract
1 lúka af ferskum myntu laufum
¼ bolli af hrá cacao bitum
Opnið dósir með kókósmjólkinni og mokið með skeið ofan í blandarann. Mjólkin á að vera þykk.
Bætið avókadó, sýrópi, piparmyntu og fersku myntunni saman við og látið blandast þar til mjúkt.
Bætið cacao bitunum saman við og hrærið með skeið.
Setjið í form og skellið í frystinn og geymið þar til þið ætlið að borða ísinn.
Gott er að leyfa ís að standa í 10 mínútur áður en hann er borinn fram.