50+ og glímir við verki og orkuleysi?
Glímir þú við verki eða orkuleysi og átt erfitt með að léttast?
Þegar kemur að sextugsaldrinum er ekki lengur hægt að fresta og segja „ég byrja seinna.."
Með hækkandi aldri hægist á brennslunni, líkur á hjartaáföllum aukast, ónæmiskerfið verður viðkvæmara fyrir flensum og algengt er að finna til verkja. Er þetta mjög mikilvægur tími til að hlúa að heilsunni.
Á morgun er síðasti dagur ársins til að vera með í Nýtt líf og Ný þú 4 mánaða lífsstílsþjálfun sem er sérsniðin þyngdartapi eftir fertugt og tæklar algengustu heilsuáskoranirnar sem fylgja aldrinum. Þjálfunin hófst síðasta miðvikudag en vegna eftirspurna á ókeypis 15 mín viðtalstímunum ákváðum við að framlengja skráningarfrestinn. Smelltu hér til að tryggja þér ókeypis viðtalstíma til að ræða um heilsuna og hvort þjálfunin henti þér.
Að breyta lífsstílnum og matarvenjum skref-fyrir-skref í daglegri rútínu er áhrifaríkasta leiðin til að komast yfir heilsuáskoranir og léttast eftir fertugt og er það einmitt sú nálgun sem tekin er með þjálfuninni.
Hér eru algengar heilsuáskoranir sextugsaldurs og hvernig hægt er að vinna úr þeim á náttúrulegan hátt!
Liðverkir
Estrógen er hormón sem er meðal annars mikilvægt fyrir liði þar sem það heldur bólgum niðri. Bólgur eru ein aðalástæða liðverkja. Þegar estrógenstigið í líkamanum byrjar að minnka hjá konum um 5-10 árum fyrir breytingaskeiðið fá liðirnir minna og minna estrógen. Afleiðingin er oft sársauki og krónískir verkir. Liðverkir herja á marga með árunum og þá sérstaklega konur í kringum breytingarskeiðið vegna skorts á estrógeni.
Það sem meira er... Lágt estrógen getur haft í för með sér að fitufrumur byrgi sig upp af meiri fitu og hægi á fitubrennslu líkamans.
Hvað er til ráða:
Mjúkar æfingar eins og jóga, göngur og pilates eru sagðar draga úr liðverkjum og hafa góð áhrif á líkamann. Einnig skiptir næring gríðarlega miklu máli, þá helst Omega-3 fitusýrur (sem virka í raun eins og smur fyrir liðina!) Fæðutegundir sem orsaka eða ýta undir lið- og gigtartengda verki er mikilvægt að forðast. Þetta eru t.d. nokkur atriði sem er ítarlega farið yfir í Nýtt líf og Ný þú þjálfun.
Mjúkar æfingar eins og jóga, göngur og pilates getað létt á verkjum og aukið liðleika.
- Omega-3 fitusýrur spilar mikilvægu hlutverki að draga úr liðverkjum og viðhalda mýkt í liðamótum
- Fæðutegundir sem orsaka eða ýta undir lið- og gigtartengda verki er mikilvægt að forðast. Þessar fæðutegundir getað verið einstakingsbundar og kemst þú að þeim fæðutegdudum í Nýtt líf og Ný þú þjálfun.
Hér sérð þú sögur kvenna sem hafa náð bata með Nýtt líf og Ný þú þjálfun:
„Þegar u.þ.b. vika var liðin af Nýtt líf og Ný þú hreinsun áttaði ég mig á því að lið- og bandvefsverkir, sem hafa plagað mig í áraraðir, voru að mestu horfnir. í dag er ég léttari og orkameiri í staðinn” -Hildur Stefánsdóttir
„Áður en ég byrjaði þjálfun var ég alltaf drepast í liðamótunum og búin að fara í alls konar rannsóknir sem allar sýndu að ég ætti að vera við hestaheilsu, en það fannst mér ekki. Ég var alltaf þreytt og uppþembd. Mér fannst ég ekki orðin nógu gömul til að líða svona. Með þjálfun hef ég lést um 10 kíló, sem er algjör bónus, því það var ekki eitt af markmiðunum. Liðaverkirnir eru miklu minni og það koma stundum dagar sem ég finn ekkert til í liðamótunum” -Vala Ólöf Jónasdóttir
Hægari brennsla
Brennslan hægist um 5% fyrir hvern áratug eftir breytingaraldurinn svo það er engin furða að það sé auðveldara að þyngjast eftir fertugt og sýna rannsóknir að konur bæti á sig að meðaltali 5-8 kílóum á þessu tímabili lífsins, sem sest aðallega á kviðinn.
Hvað er til ráða?
- Aukin hreyfing sem hækkar púlsinn.
- Að efla meltingarflóruna með góðum bakteríum (t.d acidophilus)
- Fæðutegundir sem auka brennsluna náttúrulega. Sjá nokkrar þeirra hér í eins dags matseðli.
„Komin í fatastærð sem ég var vaxin uppúr og ljómi skin frá mér. Ég er orkumeiri, sef betur og komin með betri stjórn á eigin lífi. Ég gæti ekki lagt í svona ferð án þess að hafa stuðning, þetta gerir maður ekki einn og óstuddur” – Anna Guðrún Valdimars
„Eftir margra ára baráttu náði ég loksins að komast í kjörþyngd á aðeins örskömmum tíma! Líf mitt er mun streituminna og daglegir hausverkir nánast horfni. Ég er hreinlega ný og betri manneskja í dag!“ – Guðrún Harðardóttir
Meltingarvandamál
Meltingarvegurinn hefur áhrif á öll önnur líffæri og hefur bein tengsl við skap, verki og kvilla.
Ristillinn er til þess búinn að hreinsa sig náttúrulega ef við gefum honum þann stuðning sem hann þarf. En með vanrækslu breytist hann frá því að vera frásogakerfi yfir í geymslustað fyrir eiturefni.
Ristillin hefur áhrif á heilastarfsemi, taugakerfi, líffæri og skjaldkirtilinn. Þegar þessir hlutir eru undir neikvæðum áhrifum hefur það einnig neikvæð áhrif á orku þína. Ef ristillinn er uppfullur af eiturefnum, nýtast næringarefnin verr sem leiðir þá til næringarskorts þrátt fyrir að verið sé að neyta næringarefnanna! Ef klósettferðirnar eru færri en 2-3 á dag, ef þú upplifir uppþembu, orkuleysi, slappleika, andlegt ójafnvægi depurð, vanlíðan og fleira þarf að huga að því að bæta meltinguna. Taktu stutt hreinsunarpróf hér til að sjá hvort þú þurfir á hreinsun að halda eða ekki.
Þegar ristillinn er hreinn og uppá sitt besta, upplifum við okkur heilsuhraust, orkumikil og ljómum að innan sem utan.
Hvað er til ráða?
- Heitt vatn með sítrónu á morgna, en heitt vatn með sítrónu er þekkt hreinsunaraðferð.
- Daglegur sviti. Húðin er stærsta afeitrunarlíffærið og daglegur sviti getur aukið hreinsun.
- Að taka skilvirka matarhreinsun. Sú aðferð er ein besta leiðin til þess að koma meltingunni í heilbrigt ástand. í Nýtt líf og Ný þú þjálfun er tekið 3ja vikna hreinsun frá 23.október, með fæðu sem eflir meltingu og eykur vellíðan og seddu! (Aðeins um bragðgóðan mat er um að ræða!)
Sjáðu ávinning matarhreinsunar í Nýtt líf og Ný þú þjálfun hér:
„Meira að segja minnið er betra, meltingin er allt önnur og magaverkir hafa alveg horfið. Með aukinni orku er ég farin að nýja og spennandi hluti það gefur mér óneitanlega meiri lífsfyllingu og gleði.“ – Sigrún Unnur Einarsdóttir
Ofangreindar eru aðeins 3 algengustu heilsuáskoranir sextugsaldursins. Aðrir kvillar sem geta fylgt aldrinum eru; minni kynkvöt og lífsánægja, orkuleysi, andleg depurð, hátt kólesteról, hormónasveiflur með tilkeyrandi hitakófum.
Áhrifaríkasta leiðin til að snúa heilsunni á þessum aldri er sú að hefja lífsstílsbreytingu! Þar sem unnið er skref fyrir skref að bættri heilsu og vellíðan.
Lausnin er í lífsstílnum
Lífsstílsbreyting eins og ég tala um hér felur í sér að finna út hvað í fæðunni raunverulega virkar fyrir þig og endist þér út ævina. Lífsstíll sem hugar að bæði mataræði, hreyfingu og bætiefnum sem henta þér og gefa þér allt að 10 ára yngri líðan! En það er nokkuð sem við gerum í Nýtt líf og Nú þú þjálfuninni…
Er þinn tími kominn til að breyta til og upplifa verkjalaust, léttara og sáttara líf?
Ef svo er, komdu yfir í Nýtt líf og Ný þú þjálfun. Við lokum fyrir skráningu á morgun og er því síðasti möguleikinn á því að vera með árið 2017.
Heilsa og hamingja,
P.S. Vegna mikilla eftirspurna höfum við bætt við nokkrum 15 mín símtölum!
Í símtalinu förum við yfir heilsu þína og hvaða skref er best fyrir þig að taka til þess að þú náir heilsumarkmiðum þínum áreynsluslaust. Ef við sjáum tengingu við Nýtt líf og Ný þú þjálfun og erum örugg að hún geti hjálpað þér deilum við með þér hvernig þjálfun virkar.
Smelltu hér til tryggja þér 15 mín símtal! (Ath: Engin kostnaður/skuldbinding er með því að panta tíma og aðeins takmarkaðir tímar í boði!)