Fara í efni

Að klifra með kreppta hnefa - hugleiðing frá Guðna

Að klifra með kreppta hnefa - hugleiðing frá Guðna

Að klifra með kreppta hnefa
Hefurðu reynt að pína barn til að taka fyrstu skrefin?
Auðvitað ekki.

En hefurðu prófað að beita þig hörðu til að ganga í gegnum eitthvað? Þannig lifa margir sem ég þekki. Þeir horfa
á klettinn hatursfullum augum, fyrirlíta hann og vilja í sjálfu sér ekki klifra hann, en þeir vilja finna lyktina þarna uppi, efst á tindinum, þeir sjá aðeins klettinn og halda að þess vegna verði þeir að klífa hann, og eftir að hafa einblínt á klettinn mjög lengi og kreppt hnefana hlaupa þeir á hann og reyna að krafla sig upp.

Þegar þú pínir fram eigin framgöngu og leggur á brattann geturðu bókað eitt – þú verður fyrir hnjaski og átt jafnvel á hættu að stórslasa þig.

Þetta er ekki að leyfa framgöngu. Þetta heitir að þjösnast. Og skaða sig.

Margir búa yfir mikilli þrjósku og halda þessu áfram lengi, lengi. Að klifra með hand- bremsuna í botni. Að klifra upp klettinn með taug sem er föst í jörðinni. Að reyna að hlaupa inn í framtíðina með teygju fasta í fortíðinni.

Í þetta þarf mikið úthald. Nei annars, ekki úthald heldur þrjósku og öflugt skortdýr sem elskar átök.
Því úthald er ekki að þjösnast. Úthald er mýkt, rennsli og flæði; einbeittur vilji til að halda sínu striki – ekki krepptur hnefi.