Fara í efni

Ástin - hugleiðing Guðna á sunnudegi

Ástin - hugleiðing Guðna á sunnudegi

Ábyrgð er ást – ást er fyrirgefning

Leiðin inn í frelsið er einföld og hún liggur í gegnum fyrirgefninguna.

Fyrirgefningin er gátt inn í nýja vídd þar sem þörfin fyrir eigin fjarveru minnkar og hverfur.

Samt vill vefjast fyrir fólki hvað fyrir- gefningin felur í sér, enda er þetta margþvælt orð og mikið notað, stundum í ólíkum skilningi.

Að fyrirgefa þýðir að taka fulla ábyrgð á því að hafa skapað tiltekið augnablik. Þú veist að þú hefur fyrirgefið þegar þú hefur enga löngun eða þörf til að refsa eða hefna þín.

Vegna þess að það er aðeins ein tilfinning – ást.