Fara í efni

Orsök MS sjúkdómsins fundin? - en þetta kemur fram á vef RUV.is

Líklegt er að orsakir taugasjúkdómsins MS sé að finna í umhverfisáhrifum.
Orsök MS sjúkdómsins fundin? - en þetta kemur fram á vef RUV.is

Líklegt er að orsakir taugasjúkdómsins MS sé að finna í umhverfisáhrifum. Þetta er niðurstaða bandarískra vísindamanna sem rannsakað hafa erfðaefni tvíbura.

Sjúkdómurinn lýsir sér í því að taugaboð líkamans ná ekki fram eins og þau eiga að gera . Enginn veit orsakirnar.

 

Sænska dagblaðið Dagens Nyheter segir í dag að bandarísku vísindamennirnir sem rannsakað hafa erfðaefni eineggja tvíbura þar sem einungis annar er með MS, telji sig nú geta sýnt fram á að eitthvað í umhverfinu valdi sjúkdómnum frekar en erfðafræðilegir þættir. Ekki er sagt hverjir þessir umhverfisþættir eru, en aðrir vísindamenn hafa bent á að orsakirnar séu hugsanlega veirusmit eða skortur á D-vítamíni.

Af vef ruv.is