Dagleg hreyfing eflir andlega getu
Um helmingur Bandaríkjamann telur að sudoko, krossgátur og tölvuleikir viðhaldi andlegri færni þeirra en því miður er fátt sem bendir til að svo sé.
Ef fólk vill viðhalda andlegri færni og minnka líkurnar á elliglöpum er einungis ein leið fær og hún er stunda reglubundna líkamsrækt.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein sem Elizabeth Agnvall skirfar á vefinn aarp.org. Lifðu núna endursagði og stytti greinina.
Síðustu áratugi hafa vísindamenn öðlast nýja þekkingu á tengslum milli hreyfingar og andlegrar færni. Á sama hátt og æfingar viðhalda vöðvamassa, blóðrásinni í lagi og minnka streitu þá viðhalda æfingarnar andlegri getu, stöðva heilarýrnun og stuðla að myndun nýrra taugafruma.
Rannsóknir benda jafnvel til að fólk sem er hreyfir sig reglulega eigi síður á hættu að fá Alzheimer og aðra aldurstengda taugahrörnunarsjúkdóma, segir Arthur F. Kramer prófessor við Northeastern háskólann í Boston. Þegar við eldumst skreppur sá hluti heilans saman sem geymir minningar og tilfinningar. Þessi hluti heilans hefur verið nefndur dreki á íslensku (e hippocampus) og minnki hann getur það leitt til ýmisskonar minnisvandamála og jafnvel elliglapa. . . LESA MEIRA