Fara í efni

Haframix með quinoa og chia fræjum

Gott að fá sér heitan graut þegar það er farið að kólna úti.
Haframix með quinoa og chia fræjum

Það er mjög sniðugt að búa þetta til í magni og eiga tilbúið þegar þú ert í skapi fyrir heitan morgunverð.

Í einum skammti af þessari blöndu eru 6 grömm af trefjum.

Uppskrift eru 12 skammtar.

Hráefni:

2 bollar af höfrum

1 bolli af byggi

1 bolli af quinoa

1 bolli af þurrkuðum ávöxtum, eins og t.d rúsínum, berjum og apríkósum

½ bolli af chia fræjum og/eða hemp fræjum

1 tsk af kanil

¾ tsk af salti

Leiðbeiningar:

Fyrir kornblönduna:

Blandið saman höfrum, byggi, quinoa, þurrkuðum ávöxtum, kanil og salti í ílát sem lofttæmist. Hristið saman.

Þegar hita á einn skammt:

Taktu kornblönduna og 1 ¼ bolla af vatni eða mjólk og skellið í pott. Látið suðuna koma upp.

Lækkið hitann og setjið lokið á pottinn en ekki hylja alveg. Hrærið af og til og grautur er tilbúinn þegar hann er þykkur, tekur c.a 12-15 mínútur.

Látið standa í 5 mínútur.

Hrærið saman við sætuefni ef nota á slíkt og það er mjög gott að toppa þetta með hnetum og berjum.

Kornblanda geymist í lofttæmdu íláti í allt að mánuð.

Verði ykkur að góðu!