Fara í efni

Döðluterta með bananarjóma og saltkaramellukremi frá Heilsumömmunni

Þessi kaka er dásamlega einföld. Hún er fljótleg og brjálæðislega góð. Ekki skemmir fyrir að hún skuli vera glúteinlaus og einnig má alveg sleppa karamellubráðinni og þá er mjög lítill sykur í kökunni og trúiði mér hún er mjög góð þannig líka. Saltkaramellan var sett á í páskafríinu til að búa til „bombu“ og það tókst heldur betur.
Döðluterta með bananarjóma og saltkaramellukremi frá Heilsumömmunni

Þessi kaka er dásamlega einföld. Hún er fljótleg og brjálæðislega góð.  

Ekki skemmir fyrir að hún skuli vera glúteinlaus og einnig má alveg sleppa karamellubráðinni og þá er mjög lítill sykur í kökunni og trúiði mér hún er mjög góð þannig líka.

Saltkaramellan var sett á í páskafríinu til að búa til „bombu“ og það tókst heldur betur.

 

Hráefni:

  • 3 egg
  • 1 dl kókospálmasykur
  • 2 dl möndlumjöl
  • 2 tsk lyftiduft
  • 50 g 70 % súkkulaði
  • 1,5 dl döðlur, smátt brytjaðar
  • örlítið salt

Aðferð:

  1. Þeytið egg og sykur þangað til það verður létt og ljóst
  2. Bætið möndlumjöli, lyftidufti og salti varlega saman við.
  3. Bætið súkkulaðinu og döðlunum saman við.
  4. Bakið í 24 cm lausbotna móti í 15 mín við 180°C

 

Ofan á kökuna:  

Þeytið 2 dl rjóma og blandið saman við stöppuðum banana, þeir sem fíla ekki bananarjóma sleppa auðvitað bara banananum og hafa hreinan rjóma.

Karamellusósan ofan á er sú sama og við höfum gert á námskeiðunum (en hér þarf hún ekki að malla eins lengi og við höfum látið hana gera til að búa til stökkt karamellunammi, hér er í lagi að hafa  hana mjúka.)

Karamellan:

  • 1 dl kókosolía eða smjör
  • 1 dl kókosmjólk eða rjómi
  • 0,5 dl hlynsýróp
  • 0,5 dl kókospálmasykur
  • örlítið vanilluduft
  • Saltið frjálslega til að fá saltkaramellubragðið en einnig er geggjað að nota lakkríssalt ef þið eigið það til. 

Setjið allt karamellu hráefnið í pott og komið upp suðu.  Leyfið karamellunni að malla hressilega en passið að hún brenni ekki við.  Bragðbætið með salti og vanilludufti.

 

Að lokum: 

Þegar botninn hefur kólnað er rjóminn settur yfir, karamellunni hellt yfir rjómann og hér má skreyta með smá niðurskornu súkkulaði ef þið viljið.

Verði ykkur að góðu.

Heilsumamman.