Ég tek ábyrgð á öllu lífi mínu - hugleiðing dagsins
Orðið ábyrgð þýðir ekki sekt – tryggingafélög vilja deila ábyrgðinni, ekki sökinni. Það er engin sök til að deila.
Sökin felur í sér dóm yfir aðstæðum – hvort þær voru góðar eða slæmar, hver var gefandi og hver var þiggjandi – og dómur er afstaða. Afstaða er viðnám, ótti – andstæðan við ást.
Og það er aðeins ein tilfinning. Ást. Allt annað er blekking.
Á þessum forsendum get ég svo auðveldlega og gleðilega sagt:
„Ég tek ábyrgð á öllu lífi mínu, eins og það leggur sig, og ég tek líka fúslega ábyrgð á þeim augnablikum sem samanlagt eru líf mitt. Hvort sem þau fólu í sér erfiða eða gleðilega lífsreynslu þá sé ég og skil og elska af öllu hjarta hvert og eitt þeirra, því án þeirra væri ég ekki hér að stíga inn í frelsið sem felst í því að taka ábyrgð á allri tilvist minni.“