Frábær heilsudrykkur við gras- og frjókornaofnæmi
Það er ekkert einfalt að lifa með ofnæmi og þurfa sífellt að gera varúðarráðstafanir og gæta sín í hvívetna. En flestir læra þó að lifa með þessu.
Það er ekkert einfalt að lifa með ofnæmi og þurfa sífellt að gera varúðarráðstafanir og gæta sín í hvívetna.
En flestir læra þó að lifa með þessu.
Nú er einmitt tíminn framundan
Margir þjást t.d. af gras- og frjókornaofnæmi og er vor og sumar augljóslega þeirra versti tími. Flestir taka inn lyf við ofnæminu en svo eru aðrir sem leita annara leiða til að höndla þetta.
Sumir þola ekki aukaverkanir af ofnæmislyfjum og vilja því reyna eitthvað annað. Og svo má líka gera bæði því margir eru það slæmir að þeir þurfa á öllu að halda til að slá á einkennin.
Hér er uppskrift að kröftugum drykk sem getur hentað sem forvörn þar sem innihaldsefni hans eru sögð ráðast á undirliggjandi ástæður ofnæmisins.
Það sem þarf
170 gr gulrætur
60 gr sellerí
60 gr ananas
30 gr rauðrófur
Aðferð
Setjið allt saman í blandara og hrærið vel. Drekkið síðan ykkur til heilsubótar.