Glútenlausar vöfflur
Það er alltaf skemmtilegt að bjóða uppá vöfflur með kaffinu.
Það er alltaf skemmtilegt að bjóða uppá vöfflur með kaffinu.
Þessar eru í senn afar góðar og einnig glútenlausar.
Hráefni:
5 dl fínt mjöl frá FINAX (rauð ferna fæst td.í Nettó og Hagkaup)
4 tsk vínsteinslyftiduft
½ tsk matarsódi
1 msk vanillusykur
½ tsk salt
3 egg NESBÚ
1 dl ab mjólk
1 dl olía
3-4 dl mjólk
Aðferð:
Blandið saman þurrefnum í skál, setjið eggin, ab mjólkina og olíuna því næst saman við og smá af mjólk og hrærið. Bætið við mjólkinni smám saman þar til þið eruð búin að setja ca. 3 dl saman við, látið deigið bíða í ca. 5 mínútur. Deigið þykknar þegar það er látið bíða og gott er að bæta smá mjólk við til viðbótar.
Þessi uppskrift gefur ca. 10 vöfflur.
Uppskrift þessi er frá eldhúsinu hennar Völlu.