Glútenlaust fæði getur gert meira ógagn en gagn fyrir heilbrigða einstaklinga
Að taka hveiti, bygg og rúg alveg út úr fæðunni getur gert meiri skaða en gott samkvæmt vísindamönnum sem hafa lagst í rannsóknir á glúteni.
Hér er þó auðvitað eingöngu verið að tala um alla þá sem þola glúten og tilheyra ekki þessu eina prósenti sem þjáist af glútenóþoli og sveppasýkingu. En talið er að t.d. aðeins eitt prósent Bandaríkjamanna þoli ekki glúten.
Stór markaður
Markaðurinn fyrir glútenlausar vörur hefur blómstrað undanfarin ár og sala á þessum vörum tekið stórt stökk. Vilja margir meina að hér sé á ferðinni hin fullkomna markaðssetning. Kosturinn við þetta er þó auðvitað sá að þeir sem virkilega þjást of glútenóþoli hafa nú úr meiru að velja.
Því hefur verið haldið fram að glúten auki hættuna á hjartasjúkdómum. Vísindamenn hafa hins vegar fundið út með rannsóknum sínum að það sé ekki rétt heldur sé því öfugt farið. En þeir telja neyslu á heilkorna vörum mikilvæga fyrir hjartað. Og þeir sem sneiða alveg hjá glúteni fara á mis við það.
Hjartasjúkdómar og heilkorn
Þrettán vísindamenn, m.a. frá Harvard og Columbia University í Bandaríkjunum, standa á bak við rannsóknina og rituðu þeir grein í British Medical Journal þar sem þeir segja ekki skynsamlegt að ráðleggja heilbrigðum einstaklingum að . . . LESA MEIRA