Fara í efni

Grindarbotn og þvagleki

Grindarbotnsvöðvarnir myndar eins konar gólf undir kviðaðholslíffærin og hjá konum er hann rofinn á þremur stöðum, af þvagrásinni, leggöngunum og endaþarmi, sem allir ganga niður í gengum hann. Grindarbotnsvöðvarnir eiga stóran þátt í að koma í veg fyrir þvagleka og ef þeir slappast eiga konur oft erfiðara með að stjórna þvagi. Grindarbotnsvöðvar skipta einnig miklu máli í kynlífi.
Grindarbotnsvöðvar skipta máli sambandi við kynlíf
Grindarbotnsvöðvar skipta máli sambandi við kynlíf

Grindarbotnsvöðvarnir myndar eins konar gólf  undir kviðaðholslíffærin og hjá konum er hann rofinn á þremur stöðum, af þvagrásinni, leggöngunum og endaþarmi, sem allir ganga niður í gengum hann.

Grindarbotnsvöðvarnir eiga stóran þátt í að koma í veg fyrir þvagleka og ef þeir slappast eiga konur oft erfiðara með að stjórna þvagi. Grindarbotnsvöðvar skipta einnig miklu máli í kynlífi. 

Grindarbotnsvöðvar geta slappast vegna eftirfarandi þátta.

-          Meðganga (aukin þyngd, hormón, erfið fæðing)

-          Breytingar á vefjum vegna tíðarhvarfa (hormón)

-          Skaði á mjaðmagrind

-          Skurðaðgerðir

-          Meðfæddir gallar

Aukin þyngd og þrýstingur niður á við veldur því að vöðvarnir slappast og dragast ekki eins kröftuglega saman og áður. Því þarf að þjálfa þá sérstaklega. Stundum getur þvaglekinn stafað af  því að innbyrðis afstaða blöðru og þvagrásar hefur breyst og þá hjálpar að styrkja grindarbotninn.

Þvagleki

Áreynsluþvagleki er algengasta tegund þvagleka hjá konum. Grindarbotnsvöðvarnir dragast þá ekki nógu vel saman eða nógu fjótt til að loka þvagrásinni. Þetta getur einnig átt sér stað við hósta eða hnerra þar sem þrýstingur inni í kviðarholinu eykst mikið eða við högg samanber hopp eða skokk.

Vegna líffræðilegra þátta er þvagleki algengari hjá konum en körlum

-          Víðari mjaðmagrind

-          Stærra grindarop

-          Leg myndar sérstakt op í grindarbotninn.

-          Þungun

-          Hormón

Karlar glíma einna helst við þvagleka eftir blöðruhálskirtils aðgerð.

Úrræði

-          Grindarbotnsæfingar

-          Raförvun

-          Skurðaðgerð

Grindarbotnsæfingar

Grindarbotnsæfingar eru viðurkennd og áhrifarík leið til að vinna gegn vandamálum þeim sem áður er lýst. Slíkar æfingar er hægt að gera hvar og hvenær sem er og í hvaða stellingu sem er. Mikilvægt er að ná sambandi við þessa vöðva og slaka á kvið og rassvöðvum á meðan. Þegar einstaklingur hefur náð góðum tökum á æfingunum er hægt að gera þær samhliða öðrum æfingum þ.e. spenna grindarbotn um leið og kviðæfingar, hnébeygjur eða aðrar æfingar eru gerðar. Það er þó farsælast að þjálfa grindarbotnsvöðvana einangrað (eina sér) á meðan verið er að ná upp styrk og úthaldi.

Stundum er eins og konur hafi hreinlega misst samband við þessa vöðva t.d. eftir meðgöngu og fæðingu. Aðrar tala um að eftir barnsburð þurfi þær allt í einu að hugsa um að nota þessa vöðva sem er nýtt fyrir þeim þar sem áður hafi það verið ósjálfrátt. 

Hvernig förum við að við grindarbotnsæfingar?

-          Slaka á rass- og kviðvöðvum

-          Loka útgangsopum

-          Draga svo inn og upp, 1. hæð 2. hæð...

-          Rólega upp, rólega niður

-          Spenna / slaka

-          Spenna / halda

Ef engin spenna finnst er nauðsynlegt að þreifa eftir henni. Einnig er hægt að fá hjálp frá maka til að finna hvort vöðvarnir dragist saman.

Með því að stöðva þvagbunu er hægt að fá samdrátt í grindarbotnsvöðvana. Ekki er þó æskilegt að æfa sig með þessum hætti því slíkt getur valdið bakflæði til blöðrunnar og sýkingu ef þetta er stundað.

Til að árangur náist þarf að æfa 4 x á dag í 5 mínútur í sennm í 6-8 vikur. Þá fyrst er hægt að meta árangur. Æfingarnar er hægt að stunda hvar og hvenær sem er hvort sem er á rauðu ljósi eða við uppvaskið !

Til mikils er að vinna því eins og þeir þekkja sem hafa þvagleka getur þetta verið mjög óþægilegt auk þess skipta sterkir grindarbotnsvöðvar miklu máli í kynlífi.

Munið að æfingin skapar meistarann !

Kristín Gísladóttir, Sjúkraþjálfari í Gáska www.gaski.is