Fara í efni

Guðni skrifar um innblástur og ástríðu í hugleiðingu dagsins

Guðni skrifar um innblástur og ástríðu í hugleiðingu dagsins

Hvernig getum við þá breytt hvata í innblástur og ástríðu?

Hvernig getum við komið því til leiðar að allar frumur líkamans lýsi eins og allra fyrstu geislar sólar, að hvert augnablik lífs okkar sé tendrað af orku og áhuga og þakklæti fyrir að fá yfir höfuð að vera til og borða og sofa og elska og kyssa og hlæja og gráta?

Hvernig getum við búið svo um hnútana ... nei afsakið, þetta er ekki mjög fallega orðað ... hvernig getum við breytt viðhorfunum til okkar sjálfra þannig að á hverjum degi sprettum við upp eins og fjaðrir, brosum, röltum fram á baðherbergi, lítum í spegil og snertum hjörtu okkar með einu augnabliki – með því einu að horfast í augu við sjálf okkur og finna ástina í eigin garð?

Hvernig?