Guðni skrifar um mataræði í hugleiðingu dagsins
Þegar ég kenni fólki um mataræði segi ég oft í gríni að það geti verið stórhættulegt að borða heilsufæði í gremju því þá elurðu skortdýrið á besta fáanlega hráefni.
Ef þú ert fullur af reiði og beiskju þegar þú borðar þá nærirðu beiskju og reiði.
Stóra tækifærið er að skilja að næring er orka sem er ást og ef við höfum viðhorf þakk- lætis og kærleika gagnvart næringunni þá verða afleiðingarnar allt aðrar en þegar við erum full af höfnun. Andstyggð í garð okkar sjálfra og fæðunnar um leið og hún er innbyrt smitast inn í fæðuna og þaðan berst hún inn í líkamann.
Oft á dag býðst þér því tækifæri til að iðka sjálfsást og draga þar með sjálfkrafa úr höfnuninni – alltaf þegar þú setur ofan í þig nær- ingu. Auðvitað er allra best að draga úr neyslu á þeim mat sem ég vil helst kalla skemmdan (þann sem er mikið unninn og fullur af aukaefnum) en þér býðst kraftaverk ef þú velur að tileinka þér staðhæfinguna sem gerir alla næringu að ástarjátningu til líkamans:
„Þegar það fer ofan í mig, þá er það ást.“
Með því að auðsýna líkamanum traust og ást upplifir hann ekki lengur höfnun og viðnám. Með því að vera í þakklæti og athygli og telja blessanir þínar þá ertu í vel- sæld – og þannig eykst styrkur þinn og samhljómur. Þannig finnurðu fyrir velsældinni, sælunni í augnablikinu.