Fara í efni

Guðni skrifar um orkuna í hugleiðingu dagsins

Guðni skrifar um orkuna í hugleiðingu dagsins

Orka

Orka er allt – orkan er straumur. Rafmagn, bensín, ljós, peningar, ást, tíðni, tónar, vindur, vatn.

Orka eyðist ekki. Þú getur aðeins valið að verja henni í vansæld eða velsæld og þar með valið hvort þú nærir skortdýrið eða hjartað.

Orka er allt sem er. Í orku er hins vegar misjöfn tíðni, sum gróf og önnur fín.

En líf er orka og allt lifir sem til er – allt lifir í hreyfingu, sveiflu, tíðni. Þegar lambið leikur sér hefur það gríðarleg áhrif á allan heiminn.
Það er ekki hægt að depla augnloki án þess að hafa áhrif á heiminn og allt sem í honum er.