Allt er hægt með þolinmæði
Góðan daginn.
Hvað ég man eftir þessari mynd :)
Hún hvatti mig þvílíkt áfram í byrjun.
Elska þessa mynd.
Ég var nú ekki eins og góð og þessi skal ég segja ykkur.
Því ég gat ekki lagst niður .
Því komst ekki upp aftur.
Tók mig tíma að komast af stólaleikfiminni.
Og æfa mig heima að leggjast niður á gólfið og "klifra" aftur upp einhvern vegin.
Ég bara gat ekki komið mér upp.
Þetta tók smá tíma svita og tár :)
En iss fljótlega var ég farin að drösla dýnu með mér út á mitt gólf.
Húrra mig niður og klöngrast upp .
Rosalega var ég glöð þegar að ég gat lagst niður á dýnu í Heilsuborginni og tekið þátt af fullri alvöru á átt að betra lífi :)
Í dag stekk ég upp og niður á dýnu.....hendist í planka og armbeygjur :)
Alveg að ná Burpees og allt.
Þetta kemur !
Þegar að ég byrjaði í tildæmis Tabata tímum voru lóðin mín fyrir tvíhöfða NÚLL í dag eru þau 8 kíló ....og stefna ennþá hærra :)
En þetta gerist ekki af sjálfum sér.
Neibb blóð sviti og grenj á köflum :)
En að gefast upp "hvað er það" :) :)
Bara halda áfram að trúa að allt sé hægt.
Jú ég veit sko alveg hve erfitt það er að vera 50-60 kílóum of þung/ur og geta ekki hreyft sig fyrir offitu.
Ég veit hvernig hugsun það er að geta ekki hreyft sig.
Það er ekki bjart yfir manneskju sem er að mæta í tíma þar sem hjartað ætlar útúr líkamanum....svimi og áreynsla að drepa mann.
En í dag er þetta engin dans á rósum heldur :)
Verður bara erfiðara :)
En skemmtilega erfitt.
Því styrkurinn eykst og maður verður ákveðnari á að gera betur og fara alltaf aðeins lengra.
Jæja þá er best að reima skónna...koma sér út úr húsi .
Morgunþrek bíður mín í morgunsárið .
Þetta verður bara skemmtilegra með hverjum deginum.
En byrjunin....var töff!!!
Bara aldrei gefast upp.
SKAL-VIL-GET.
Njótið dagsins.