Hvötin - hugleiðing Guðna á miðvikudegi
Það er skýr munur á hvöt og innblæstri:
Hvöt er alltaf byggð á ótta og hún er alltaf tengd niðurstöðu eða áfangastað.
Hún er alltaf viðleitni til að komast frá sársauka fortíðarinnar, viðnámi gegn núinu eða í átt að tálmynd ánægju í framtíðinni. Að láta hvötina stjórna sér er að vera stöðugt fjarverandi.
Innblástur myndast hins vegar af því að vera skapandi í núinu; að njóta sín og þess sem fengist er við á hverju andartaki..
William Shakespeare skildi þetta til fulls þegar hann meitlaði eina frægustu setningu bók- menntanna, fyrr og síðar:
Að vera, eða‘ ekki vera, þarna er efinn.
Fjarvera mannkyns á sér fjölmargar vinsælar birtingarmyndir – þar má nefna matarneyslu, sjúkdóma, veikindi, drykkju, þráhyggju og frestun.
En að þessu slepptu fer ein helsta fjarvera mannkyns fram í eltingarleiknum við markmiðin. Þar sjáum við þegarveikina í sinni fúlustu mynd – þar ræður ríkjum hin lokkandi gulrót.