IKEA innkallar vörur vegna vanmerktra ofnæmis- og óþolsvalda
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um innköllun á 6 tegundum af súkkulaði.
Súkkulaði tengist ekki fréttinni
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um innköllun á 6 tegundum af súkkulaði.
Það er gert vegna vanmerktra ofnæmis- og óþolsvalda.
Vörurnar gætu innihaldið heslihnetur og/eða möndlur.
Þeir sem eru með ofnæmi fyrir slíku gætu fundið fyrir einkennum eftir neyslu vörunnar en fyrir aðra neytendur er hún hættulaus.
Allar dagsetningar hafa verið innkallaðar.
Súkkulaðitegundirnar 6 eru eftirfarandi:
- Choklad Lingon & Bláber 180 g.
- Choklad Ljus 100 g.
- Choklad Nöt UTZ 100 g.
- Godis Chokladkrokant 450 g.
- Godis Chokladrán 168 g.
- Chokladkrokant Bredbar 400 g.
Lotunúmer: Allar dagsetningar
Sölu- og dreifingaraðili: IKEA, Kauptúni 4. 210 Garðabæ.
Dreifing: Verslun IKEA.
Nánari upplýsingar veitir þjónustuver IKEA í síma 520-2500 og á www.IKEA.is
Ítarefni:
Meðfylgjandi er fréttatilkynning IKEA á íslensku og ensku auk mynda af vörunum.