Líkamsæfingar um borð í flugvélum
Það er lítið pláss og hætta á að næstu farþegar eða áhöfnin líti þig hornauga, en sjáðu samt til þess að hreyfa fæturna eins mikið og mögulegt er, ef þú ferð í langflug.
Marina Aagaard skrifar reglulega um hreyfingu fyrir vef danska ríkisútvarpsins og hér á eftir fer pistill eftir hana um æfingar um borð í flugvélum, í lauslegri þýðingu Lifðu núna.
Þú lætur fara vel um þig í flugsætinu. Spennir öryggisbeltin. Nærð þér í púða. Finnur góða mynd til að horfa á. Fríið er byrjað og nú er hægt að fara að slappa af.
Ætlarðu í langflug í fríinu? Ef svo er skaltu kynna þér nokkrar einfaldar varúðarreglur og flugferðin verður þægilegri – og jafnframt betri fyrir heilsuna.
Margir líta svo á að þeir þurfi að þrauka flugferðina til þess eins að komast á leiðarenda. Flugið er hins vegar líka hluti af fríinu. Úr því menn þurfa að fara í flug á annað borð, er eins gott að reyna að njóta ferðarinnar eins vel og mögulegt er. Horfa út um gluggann og niður á jörðina, lesa sögur frá öllum heimshornum í flugtímaritinu, hlusta á tónlist, spila spil eða horfa á nýjustu kvikmyndirnar.
Hætta á að menn fái blóðtappa í fætur eða lungu, verður allt að fjórum sinnum meiri ef flugferðin tekur þrjár til sex klukkustundir. Það getur verið lífshættulegt að fá blóðtappa og getur gerst ef menn sitja of lengi í einu. Áhættan eykst í löngum flugferðum. Þess vegna eiga menn að standa upp úr sætinu eins oft og hægt er, á meðan á ferðinni stendur.
Heilsa í flugferðum
Jafnvel þó plássið um borð í vélinni sé ekki mikið, er hægt að gera ýmislegt til að láta sér líða betur:
- Stattu upp annað slagið. Milli máltíða og kvikmynda, spila eða lesturs. Farðu úr sætinu og taktu þér göngu um farþegarýmið. Það gerir fólki gott og minnkar hættu á blóðtappa.
- Drekktu vatn. Það þarf að drekka mikið af vökva, svo sem vatni, mjólk, djús, kaffi eða tei. Það er ekki vísindalega sannað að vökvadrykkja dragi úr hættu á blóðtappa, en loftið í farþegarýminu er þurrt, vökvatap getur orðið mikið, þannig að fólk ofþornar og líður ekki vel.
- Forðist áfengi en það veldur þurrki í líkamanum og eykur hættu á að menn verði flugveikir.
- Notið flugsokka, sem auka blóðstreymið frá fótunum til hjartans. Fólki sem er í hættu á að fá blóðtappa er sérstaklega ráðlagt að nota slíka sokka, en aðrir geta einnig notað þá til öryggis.
- Verið í þægilegum víðum fatnaði, sem þrengir ekki að – flugsokkarnir eru þarna undantekning. Farið úr skónum og hreyfið fætur og tær. Það eykur vellíðan.
- Þurra loftið í farþegarýminu getur þurrkað húð og slímhimnu. Þá er hægt að nota rakakrem og augndropa ef þörf krefur, til að gefa augunum raka.
- Þeir sem nota augnlinsur að staðaldri geta ef til vill sleppt því og notað gleraugu í löngum flugferðum.
- Margir finna fyrir hellu fyrir eyrum, í flugtaki og lendingu. Það getur verið óþægilegt og hægt er losna við hana, með því að geispa, tyggja eða kyngja.
Að fá blóðtappa um borð
Hættan á að menn fái blóðtappa í fótinn í fluginu er mjög lítil. Í fjögurra tíma flugferð er hættan einn á móti rúmlega 4650. Áhættan eykst fyrst og fremst hjá þeim sem eru þegar í áhættuflokki, en það eru:
- Þeir sem eru of þungir
- Ofrískar konur
- Konur sem eru á pillunni
- Fólk sem hefur áður fengið blóðtappa í fótinn
- Þeir sem hafa farið í meiriháttar skurðaðgerð síðast liðinn mánuð.
Þess vegna er ekki lagt uppúr því að skrá árangurinn af léttum æfingum flugfélaganna um borð í fluginu. Það sakar hins vegar ekki að halda liðum og blóðrás á hreyfingu, þannig verður ferðin þægilegri og menn losna við stirðleika eða höfuðverk.
Það hefur sýnt sig að hreyfing, það að standa upp og hreyfa sig um borð í vélinni getur unnið gegn blóðtappa. Þess vegna er engin ástæða til að sitja hreyfingarlaus alla leiðina heldur standa eins oft upp og mögulegt er. Kannski er það óþægilegt fyrir sessunaut þinn, en við því er ekkert að gera, enda hjálpar það honum líka til að hreyfa sig.
Reynið samt að forðast að áhöfnin fari að pirra sig á ykkur. Það er sjálfsagt að horfa vel í kringum sig og forðast að vera fyrir starfsfólki og matarvögnum í farþegarýminu.
Hugmyndir að „flug“ æfingum
Stundum eru æfingar fyrir flugfarþega svo metnaðarfullar að það er ekki hægt að gera þær nema í leikfimisal. En hvað er þá hægt að gera í fluginu? . . . LESA MEIRA