Óhollt að vinna meira en 30 stundir á viku
Full vinna eftir fertugt er óholl fyrir heilann.
Að vinna meira en þrjá daga í viku eftir að þeim aldri er náð getur skert hugsanagetu fólks varanlega, þetta kemur fram í grein á vef breska blaðsins The Guardian. Greinina er hægt að nálgast hér.
Í greininni kemur fram að samvæmt rannsókn Melbourne Intitute of Applied Economic and Social Recarch er heila fertugra og eldri hollt að vinna allt að 30 tímum á viku en sé unnið meira fer að síga á ógæfuhliðina. Ef fólk vinnur meira en 60 tíma er geta þess til að læra minni heldur en þeirra sem vinna ekkert. Rannsakendur notuðu gögn með upplýsingum um 3000 karlmenn og 3500 konur sem höfðu tekið þátt í könnun sem kallast Houshould Income and Labor Dynamics in Australia. Í könnuninni var geta fólks prófuð til að lesa orð upphátt, að fara með talnalista og tengja saman tölur og bókstafi á skömmum tíma. Það að kanna lestrargetu er mæling á þeirri getu sem kallast „að kunna“ segir stjórnandi rannsóknarinnar Colin McKenzie prófessor, en hin tvö prófin mæla það sem kalla mætti „að hugsa“ eða getu sem hefur með gáfur, minni, rökhugsun og hæfileikann til að hugsa á óhlutbundinn hátt að gera.
Niðurstöðurnar að fertugir og eldri sem vinna fulla vinnu standi sig verr andlega passa ekki við þá viðteknu skoðun að vinnan viðhaldi andlegri getu. Flest okkar þurfa að vinna fulla vinnu. En skiptir þá máli hvers konar vinna það er? Er getu fólks til að hugsa viðhaldið ef vinnan gerir kröfur til gáfnafars eins og sumir vísindamenn telja? Ofannefnd rannsókn gerir engan greinarmun á störfum að því leiti. Prófessor Mckenzie segir að það sé erfitt að fullyrða neitt um það og bætir því við að það sé illmögulegt að greina þá þætti vinnunnar sem hafa áhrif á getu fólks til að læra. „Fólk velst hugsanlega til starfa í samræmi við getu þess til að læra“ segir hann.
Það er ekki heldur ljóst hvers vegna 30 vinnustundir eða fleiri eru heilanum óhollar en færri aftur á móti hollar. McKenzie segir að vinnunni megi líkja við . . . LESA MEIRA