Fara í efni

Syndir feðranna - afar góð hugleiðing frá honum Guðna okkar

Syndir feðranna - afar góð hugleiðing frá honum Guðna okkar

Þetta er hægt að tengja við syndir feðranna sem við erum sögð bera með okkur, kynslóð eftir kynslóð. Við erfum sögur af afrekum forfeðra okkar – hvernig þeir brutust út úr erfiðum aðstæðum og á hvaða forsendum.

Við erfum sögur af því hvernig þeir upplifðu sorg og sársauka; hvernig þeir steyttu á skeri og hvernig þeir brotlentu. Við erfum sögur af því hvernig harður heimurinn hefur leikið fjölskyldumeðlimi og hvernig ekkert er gefið í þessum heimi. 

Þessar sögur elta okkur í okkar eigin lífi. Þær eru áhrifamiklar, eins og allt annað sem erfist í gegnum fjölskylduböndin og sameiginlega tilvist og tilfinningar. 

En þær hugmyndir sem við erfum eru ekki okkar gildi.

Boðskapurinn sem berst okkur í gegnum sögur forfeðranna getur hafa byggst á forsendum sem við þekkjum ekki – rétt eins og konan sem sauð sunnudagssteikina alltaf í tveimur pottum af því að mamma hennar gerði það, en mamman hafði gert það vegna þess að hún átti ekki nógu stóran pott.