Fara í efni

UPPSKRIFT: Gyllt turmerik og blómkáls flatbrauð

Dásamlegur snúningur á hið hefðbundna flatbrauð eins og við þekkjum það.
UPPSKRIFT: Gyllt turmerik og blómkáls flatbrauð

Dásamlegur snúningur á hið hefðbundna flatbrauð eins og við þekkjum það.

Inniheldur lítið af kolvetnum en er pakkað af næringarefnum.

Uppskrift gefur 8 sneiðar og er auðvelt að stækka hana.

 

 

 

Hráefni:

2 bollar af fersku blómkáli – setjið í matarvinnsluvél og myljið það vel niður

4 egg – ef þú þolir ekki egg þá má nota avókadó eða banana

1 bolli af möndluhveiti eða góðu grófu hveiti

3 tsk af turmerik kryddi

½ tsk af grófu sjávar salti

Leiðbeiningar:

Forhitið ofninn í 180 gráður.

Hyljið bökunar plötu með pappír.

Takið meðal stóra skál og blandið öllum hráefnum í skálina, notið skeið til að blanda öllu saman.

Setjið nú blönduna á bökunarplötuna og búið til fullkominn ferhyrning. Deig á ekki að vera þykkra en ½ cm á plötunni.

Bakið á 180 gráðum í hálftíma, eða þar til deig er gyllt.

Þegar brauð er bakað í gegn þá skal varlega taka það af bökunarpappírnum. Best er að hvolfa plötunni varlega við og taka pappírinn þannig af.

Þetta flatbrauð geymist í lokuðu íláti í ísskáp í viku.

Og svo notið þið ykkar uppáhalds álegg á hverja sneið. Við mælum með avókadó og grænmeti. Einnig er mjög gott að nota kasjúsmjör, tómata, kál og gúrku.

Njótið vel!