Veistu hver hefur reynst mesta ógæfa margra? - Hugleiðing frá Guðna
Að ala upp heiminn
Það er okkar hlutverk að ala upp heiminn; að kenna honum hvernig við viljum láta koma fram við okkur og segja honum hvað við viljum.
Heimurinn gerir líka allt sem hann getur til að skapa samhljóm með öllum sínum ábúendum. Þegar hjartað er dempað og varið með skildinum eða brynjunni – þegar söngur þess er brenglaður af iðrun og eftirsjá – gerir heimurinn samt sitt allra besta til að skapa samhljóm með þeim söng. „Líkur sækir líkan heim,“ sagði einhver sem skildi þessi lögmál, og heimurinn mun ekki senda vansælum manni velsæld sem hann þolir ekki; velsæld sem hann hefur ekki gefið sér heimild til að njóta; velsæld sem hann mun vísa frá sér eins og ógnandi afli.
Heimurinn snýst um sam skipti, orkuflutning, umbreytingu orku úr einu formi í annað í óendan legum dansi. Heimurinn vill samskipti og tjáningu – heimurinn hlustar á þá sem hlusta á hjarta sitt og veita því framgöngu; þá sem gefa hjarta sínu rödd á fullri tíðni. Hann hlustar á þá sem í heyrist.
Því að söngur hjartans skilyrðir heiminn, tjáir honum hvað við viljum. Þegar ég segi honum að ég sé asni sem ekkert skilur og
flækjufótur sem klúðrar öllu sem ég tek mér fyrir hendur, þá mun heimurinn, í leit sinni að samhljómi við mig, senda mér fólk og aðstæður sem staðfesta þá heimsmynd.
Veistu hver hefur reynst mesta ógæfa margra? Til dæmis að laða að sér fjármagn, orku eða tækifæri umfram heimild.
Ein leiðin til þess er að vinna í lottói eða happdrætti. Það er mikil gæfa, gætirðu hugsað með þér, enda dreymir okkur mörg um slíka sendingu. Við sendum þessa óskhyggju út í heiminn og trúum því að þegar óskin rætist verði okkur allir vegir færir – „þegar ég verð ríkur þá ...