Fara í efni

Við þökkum - hugleiðing dagsins frá Guðna

Við þökkum - hugleiðing dagsins frá Guðna

Við þökkum fyrir allt sem ástæða er til að þakka fyrir; við þökkum fyrir blessanir okkar og allt það sem við skynjum að er gott í okkar lífi.

Við þökkum og þökkum og þökkum fyrir þessa hluti – en eftir ákveðinn tíma veljum við að þakka fyrir annað. 
Við veljum líka að þakka fyrir „bölvanirnar“ – það sem okkur hefur þótt slæmt í eigin lífi. 

Og þá erum við komin á staðinn þar sem allt á tilverurétt; þar sem engan dóm þarf að fella: 
Staðinn þar sem allt er blessun. 

Þar sem allt er eins og það á að vera – þar sem blessun og böl renna saman. Þar sem blessun og böl sameinast í einu blindandi ljóshafi. 

Staðinn þar sem allt er blessun. Staðinn þar sem við erum uppljómuð.