Viðtalið - María Kristín Valgeirsdóttir
Nú er komið að þriðja þjálfaranum sem við kynnum til leiks sem reglulegum pistlahöfundi hjá okkur á Heilsutorg.is. VIVUS þjálfun var stofnað árið 2020 og er rekið af fjórum sjúkraþjálfurum. Þar er boðið uppá fjölbreytta og faglega fjarþjálfun fyrir byrjendur, lengra komna, hlaupara og mæður, ásamt hóptímum í sal. Einnig er boðið uppá ýmis workshop, meðal annars fyrir hlaupara og einstaklinga með stoðkerfisverki.Undir starfsemi þeirra tilheyrir einnig Netsjúkraþjálfun.
Sjúkraþjálfararnir á VIVUS ætla að birta hjá okkur pistla einu sinni í viku og ætlum
við að kynnast þeim öllum hérí Viðtalinu og nú er komið að henni Maríu Kristínu.
Við bjóðum VIVUS velkominn í hóp Gestapenna á Heilsutorg.is
Segðu okkur aðeins frá sjálfri þér:
Ég heiti María Kristín Valgeirsdóttir, bý í Vatnsendahverfinu með manni mínum og tveimur dætrum á
9. og 12. ári. Við eigum svo von á okkar þriðju stelpu í janúar 2022.
Við hvað starfar þú í dag?
Ég starfa sem þjálfari hjá VIVUS þjálfun og sjúkraþjálfari hjá Netsjúkraþjálfun og Styrk sjúkraþjálfun.
Hver er þín helsta hreyfing?
Ég elska að hreyfa mig og vil hafa hreyfinguna sem fjölbreyttasta.
Ég dansa salsa, lyfti lóðum, geri HIIT æfingar, hjóla, hleyp, geng, skíða og línuskauta, þess á milli finnst mér gott að taka smá yoga flæði með liðkun og losun í samblandi.
Ertu dugleg að ferðast og áttu þér uppáhalds áfangastað?
Ég hef verið með mikla ferðabakteríu frá því að ég fór í alþjóðlegar sumarbúðir þegar ég var 11 ára gömul. Fór t.a.m. sem skiptinemi í ár til Brasilíu og flutti með fjölskyldu minni í 2 ár til Frakklands árið 2016. Ég hef farið víða og það er erfitt að velja uppáhalds en ég held ég verði
að segja að Brasilía standi uppúr, mér fannst ég alveg smellpassa þar inn. Við stefnum svo á langt
ferðalag í orlofinu okkar á næsta ári þá öll fimm :)
Er eitthvað sem þú átt alltaf til fyrir eldamennskuna?
Ég á alltaf góða ólívu olíu og flögusalt. Ég nota líka mikið parmesan ost og kryddjurtir eins og basil, myntu og kóríander.
Áttu þér uppáhalds veitingahús?
Mér finnst erfitt að nefna uppáhalds en mér finnst gaman að borða smárétti og blanda allskonar saman. Tapas barinn er alltaf klassískur, Sushi Social og svo er Punk líka staður sem mér finnst æðislegur. Sem sagt smáréttir og góð stemmning og málið er dautt :)
Ert þú að lesa eitthvað þessa dagana og áttu þér uppáhalds bók?
Ég er alltaf með eitthvað í Kindlinum mínum, vandamálið með að vera ekki með bók í hendi er
að maður gleymir oft nafninu á bókinni sem maður er að lesa.. Núna er ég að lesa The Invisible Life of Addie La Rue. Bók sem stendur uppúr fyrir mér er Eyjan undir sjónum eftir Isabelle Alande, en ég hef mjög gaman að skáldsögum byggðar í kringum sögulega atburði.
Á hvað ertu að hlusta þessa dagana?
Ég er mikil alæta á tónlist og fer allt eftir í hvaða skapi ég er í. Á morgnanna er það róleg tónlist með t.d. Elly Vilhjálms, Cat Stevens, Ný dönsk, svo fer ég kannski í salsa tónlist um miðjan dag, fer í easy 70´s um kvöldmatinn og klassíska píanó tónlist fyrir svefninn. Svo á æfingum get ég dottið í hard core teckno eða þunga rokk.. Já og um helgar verður90´s hiphop tónlist oft fyrir valinu í bland við allt það nýja sem er í boði :) Podköst sem verða fyrir valinu eru oft svona “nörda podköst” tengd t.d. kvennheilsu, hreyfingu og þjálfun. Mér finnst líka mjög gaman af þáttunum frá Snorra Björns.
Hver eru áhugamálin þín?
Þau eru mörg.. Ef ég á að nefna það helsta væri það dans, skíði, fjallgöngur, hlaup, almenn útivera, MATUR, fjölskyldan mín og vinir :)
Ef þú ætlar að „tríta“ þig sérlega vel hvað gerir þú?
Byrja á góðum morgunmat (croissant, kaffi, grísk og ber verður oft fyrir valinu) og með góðri tónlist, fara svo á góða æfingu, kíkja svo með vinkonunum (stundum manninum) í laugar spa í klukkutíma nudd og eyða næstu klukkutímunum í baðstofunni.
Hvað segir þú við sjálfa þig þegar þú þarft að takast á við stórt eða erfitt verkefni?
Byrjaðu bara og sjáum hvar það endar :) Ég þarf að hugsa um verkefnin sem mörg lítil
verkefni þar sem ég tikka við eitt box í einu og þannig ganga hlutirnir yfirleitt vel.