Fara í efni

Vissir þú að kyrrseta er jafn slæm heilsunni og reykingar?

Notaðu stigann frekar en lyftuna.
Vissir þú að kyrrseta er jafn slæm heilsunni og reykingar?

Þrengsli og stíflur í kransæðum eru meðal stærstu og alvarlegustu sjúkdóma mannkyns.

En kransæðasjúkdómur hrjáir þúsundir Íslendinga og er algengasta dánarorsök okkar landsmanna.

Hreyfingin afar mikilvæg

Regluleg hreyfing dregur úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum og dauðsföllum af völdum þeirra. Reglubundin hreyfing hefur áhrif á æðaþelið og bætir starfsemi þess, eykur meðal annars framleiðslu á köfnunarefnisoxíði, dregur úr tilhneigingu til segamyndunar, lækkar blóðþrýsting og blóðsykur og eykur HDL í blóði.

Regluleg þol- og styrktarþjálfun hefur enn frekari jákvæð áhrif og ber að hvetja alla til að stunda reglulega líkamsþjálfun til að stuðla að bættri heilsu. Kyrrseta er sjálfstæður áhættuþáttur kransæðasjúkdóms. Með meiri notkun tölvu og sjónvarps og alls kyns hjálpartækja við daglegt líf hefur kyrrseta í vestrænum samfélögum aukist verulega síðustu áratugi. Vegna hinna skaðlegu áhrifa er oft talað um kyrrsetu sem „hinar nýju reykingar“ vestræns lífsstíls. Þannig er ekki nóg að hvetja fólk til að auka hreyfingu og líkamsþjálfun til að minnka áhættuna á hjarta- og æðasjúkdómum, heldur er ráðlegt að minnka kyrrsetu eins og hægt er.

Mikil áreynsla ekki nauðsynleg . . . LESA MEIRA