Fara í efni

VIVUS Þjálfun - HIIT æfing nóvember

VIVUS Þjálfun - HIIT æfing nóvember

Hreyfing þarf ekki alltaf að taka langan tíma eða krefjast mikils búnaðar til að hafa góð áhrif. Hér er tíu mínútna æfing sem þú getur tekið hvar sem er, náð púlsinum vel upp og lætur þér líða vel á eftir.

Það eina sem þú þarft að gera er að vera í þægilegum fötum, kveikja á myndbandinu og fylgja Þjálfaranum í æfingunni.

 

Ef þú vilt lengri og erfiðari æfingu bætirðu einfaldlega við teygju eða lóðum og gerir fleiri hringi.

 Við vinnum með fimm æfingar og gerum þrjá hringi. Vinnum hverja æfingu í 30 sekúndur og á milli æfinga er 10 sekúndna hvíld. Eftir hvern hring er 20 sekúndna hvíld. Í myndbandinu er skeiðklukka og hljóð sem lætur vita þegar við byrjum og hvílum. 

 Æfingarnar eru:

  1. Niður - upp með hoppi (hægt að sleppa hoppinu hér).
  2. Tuck ups - annar fótleggur í einu (hægt að sleppa því að fara með hendur upp
    fyrir höfuð eða sitja á gólfinu og halla sér aðeins aftur).
  3. Hand release armbeygjur (á tánum/hnjánum/upp við vegg).
  4. Langstökk yfir dýnuna.
  5. Afturstig.