Í einum skammti af þessari blöndu eru 6 grömm af trefjum.
Uppskrift eru 12 skammtar.
2 bollar af höfrum
1 bolli af byggi
1 bolli af quinoa
1 bolli af þurrkuðum ávöxtum, eins og t.d rúsínum, berjum og apríkósum
½ bolli af chia fræjum og/eða hemp fræjum
1 tsk af kanil
¾ tsk af salti
Blandið saman höfrum, byggi, quinoa, þurrkuðum ávöxtum, kanil og salti í ílát sem lofttæmist. Hristið saman.
Taktu kornblönduna og 1 ¼ bolla af vatni eða mjólk og skellið í pott. Látið suðuna koma upp.
Lækkið hitann og setjið lokið á pottinn en ekki hylja alveg. Hrærið af og til og grautur er tilbúinn þegar hann er þykkur, tekur c.a 12-15 mínútur.
Látið standa í 5 mínútur.
Hrærið saman við sætuefni ef nota á slíkt og það er mjög gott að toppa þetta með hnetum og berjum.
Kornblanda geymist í lofttæmdu íláti í allt að mánuð.