Mér finnast alltaf köld núðlusalöt best þegar þau fá aðeins að standa áður enn þeirra er neytt og bara helst löguð deginum áður, því þá verður bragðið einhvern veginn meira og skemmtilegra. En það er ekki allt hráefni sem þolir langan geymslutíma í tilbúnu salati og það er það grænmeti og annað sem á að vera stökkt og ferskt, þannig að best er að því sé bætt útí salatið alveg í blálokin eða rétt áður enn það er borið fram.