Aðventan er ljúf en vindasöm á Fróni og naprir vindar næða fyrir utan að morgni, grána tekur á gamla Íslandi og regnið bylur á gluggunum. Þrátt fyrir kólnandi veðurfar er aðventan falleg, notarleg og sérstaklega þegar kalt er úti og við sitjum inni við með hlýtt teppi og heitan drykk í hönd. Jafnvel er ekkert betra en nýbakaðar vöfflur á slíkum dögum, sem setja punktinn yfir I-ið.
Sú list að baka ljúfar laugardagsvöfflur er einföld og fljótleg, sérstaklega ef notast er við tilbúna þurrefnablöndu og ekki úr vegi að krydda vöfflurnar örlitið með súkkulaðiviðbót, sem geta dimmu í dagsljós breytt á kaffiborðinu. Allt sem til þarf er örlítil viðbót af dökku súkkulaði og kakódufti sem ætlað er fyrir bakstur, en vöfflurnar eru bakaðar eins og venja er.
*Uppskriftin nægir í átta vöfflur
1 poki TORO vöfflublanda
4 dl vatn
75 bráðið smjör
Smjör til að baka vöfflurnar
100 gr brætt (dökkt) súkkulaði
2 msk bökunarkakó
*Ef þú vilt stækka uppskriftina er ágætt að nota tvo poka af TORO vöfflublöndunni í uppskriftina og tvöfalt meira brætt súkkulaði og vökvamagn – allt eftir leiðbeiningum á pakkanum.
Hefðbundið meðlæti: Þeyttur rjómi og góð ávaxtasulta
Lúxusmeðlæti: Þeyttur rjómi og fersk, smátt skorin ber ~ jarðarber og bláber t.d.
Vöfflur sem eftirréttur: Ís, fersk, smátt skorin ber og fínsaxað súkkulaði
Hrærið vatn og bráðið smjör saman við innihald TORO vöfflupokans og þeytið / hrærið þar til blandan er orðin slétt og mjúk ásýndar. Saxið / rífið súkkulaðið smátt og bætið út í blönduna ásamt bökunkarkakóinu. Þeytið allt saman.
Hitið vöfflujárnið, smyrjið vel með smjöri (eða bökunarspreyi) og gætið að því að baka vöfflurnar hæfilega lengi, svo súkkulaðið brenni ekki við meðan á bökunartíma stendur. Leggið nú vöfflurnar á bökunarrist og látið standa í örskamma stund, því þannig verða þær stökkari (ef þú raðar þeim beint upp í stafla þá verða þær mýkri).
ATH: Ef þú eða einhver í fjölskyldu þinni er með óþol fyrir glúteni, er tilvalið að velja glútenlausu vöfflublönduna frá TORO ~ gleðilega aðventu!
Uppskrift frá vef kvon.is