Fara í efni

Ætlar þú að hjakka lengi í sama farinu?

Þrátt fyrir allar áskoranir og hindranir í lífinu þá á að vera gaman og þannig á sjálfsrækt líka að vera.
Ætlar þú að hjakka lengi í sama farinu?

Ætlar þú að hjakka lengi í sama farinu?

Elskulega kona, ert þú föst í voninni að hjónabandið lagist, eða föst í jó jó sveiflunum á vigtinni?

Ertu föst í að vera ergileg og pirruð eða föst í að hafa aldrei tíma fyrir þig?

Ertu föst í að finnast þú þurfa að vera allt fyrir alla eða að fólk meti þig að verðleikum?

 

 

Tvíburarnir stýra lífsgleðinni

Það er tvennt sem helst í hendur, eins og góðum tvíburum sæmir, sem er undirstaða þess að þú náir að gera varanlegar breytingar á lífinu. Það hefur ekkert að gera með að eiginmaðurinn breytist, að álagið í vinnunni minnki eða að vinkonurnar séu jafntraustar og þú. Hvorutveggja hefur allt að gera með þig og kallast sjálfsmat og sjálfsvirði. Þegar þú nærð tökum á því, þá fyrst verður virkilega gaman að vera til og þitt eigið hreinræktaða awesomeness fær að skína í gegn, öllum til mikillar gleði.

Höfum bara svolítið gaman að þessu

Þrátt fyrir allar áskoranir og hindranir í lífinu þá á að vera gaman og þannig á sjálfsrækt líka að vera. Það halda margir að sjálfsvinna sé eitthvað leiðinlegt og erfitt drama en þegar markmiðið er gleði, vellíðan, einlæg hamingja og pjúra awesomeness þá getur það varla verið leiðinlegt.

Vissulega er erfitt að taka upp á þeirri vitleysu að fara allt í einu að gera það sem er best fyrir þig og fólk í kringum þig gæti orðið snarvitlaust á þessu rugli þínu. En.. piff, hlustum ekki á þetta lið því þegar öllu er á botninn hvolft þá er alltaf best fyrir alla, til lengri tíma litið, að þú gerir það sem er best fyrir þig og þína hamingju.

Hættu að lifa línu þínu eftir forskrift annarra

Ekki láta þér detta til hugar að ég sé að tala um sjálflægni hér því hún á ekkert skylt við hamingju. Ég er að tala um að hætta að lifa lífi þínu eftir forskrift annarra og standa síðan í storminum þar sem allir hrópa gapandi: „gvöð minn góður....“.  Hrikalega verður gaman þá. Bara svona svo þú vitir, þá er það akkúrat svona fólk sem er langskemmtilegast í heimi; hreinræktað awesomeness.

Komdu þér upp úr drullupollinum

Sýndu öllum virðingu og væntumþykju um leið og þú gerir alltaf það sem er best fyrir þig. Gerðu réttu breytingarnar og komdu þér upp úr drullupollinum ef þú ætlar að eiga séns í vera jafn hrikalega frábær eins þú ert.

Pantaðu tíma, ég sýni þér leiðina og leiði þig í gegnum þetta.

Anita Sig ~ Lífið í lag

Sérfræðingur í líf- og leiðtogaþjálfun

Anitasig.com/lifid-i-lag

https://www.facebook.com/AnitaSigcom

Aníta er sérfræðingur í líf- og leiðtogaþjálfun og með aðferðum jákvæðrar sálfræði, leiðtogaþjálfunar og austrænnar speki smíðar hún raunhæfar leiðir með auðveldum skrefum í átt að lífi sem er æðislegt sama hverju það hendir í þig.