Fara í efni

Matur Milli Mála

Hádegið ljúft.

Út í garð eftir

Hversu frábært er það að geta farið út í nammi kassa og fengið sér í Boostið sitt eitthvað grænt :)
Sjúklega góðir þessir nammibitar.

Karamellu súkkulaði stykki með kaffinu.

Síðan bara skera niður í bita og njóta Best beint úr frysti finnst mér....og fínt að eiga í frysti einn og einn mola ef lífið verður erfitt :)
Annar í páskaboosti.

Annar í páskapúli :)

Gott að hafa gott jafnvægi á gleðinni. Fá sér léttan hádegis mat á móti þyngri kvöldmat eðq öfugt.
Bláberjaís

Ofurhollur bláberjaís

Bananar eru frábærir! Ef þú átt vel þroskaða banana í ávaxtaskálinni sem enginn hefur lyst á þá er málið að fjarlægja hýðið af þeim, skera þá niður í sneiðar og pakka hverjum og einum í nestispoka og skella þeim beint í frystinn. Þannig áttu alltaf til frosin banana til að skella út í ískaldan smoothie eða ef þig langar skyndilega í heimagerðan og bráðhollan ís.
Bounty Bitar

Bounty-bitar

Dásamlega einfaldir og sérlega bragðgóðir heimagerðir Bounty-bitar. Flottir í veisluna, saumaklúbbinn eða bara með kaffinu.
Þetta er brauð sem slær í gegn.

Bananabrauð

Brauðið er æði með heimagerðu möndlusmjöri.
Kókos og rommkúlur.

Kókos kúlur án samviskubits

Kókoskúlur þurfa ekkert að vera eintóm óhollusta. Og þessar eru æði með kaffinu :)
Súkkulaðihrákaka

Súkkulaðihrákaka

Þessa súkkulaðihráköku er flott að gera t.d. 1-2 dögum fyrir afmælið eða saumaklúbbinn. Svo er líka alveg bráðnauðsynlegt að bera hana fram með vanilluís eða rjóma.
Krukkusalat

Krukkusalat

Hér er hugmynd að einföldu salati sem hægt er að gera kvöldinu áður og geyma í kæli. Hér er málið að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín. Aðalatriðið er að hafa sósu, fræ o.þ.h. neðst og salatið efst. Því þegar þú hellir úr krukkunni á disk þá endar salatið neðst - svona eins og við viljum hafa það.
Glútenlaus kínóagrautur

Glútenlaus kínóagrautur með pekanhnetum

Undanfarið hefur orðið mikil vakning á glútenlausu fæði og hér er einn mjög einfaldur morgunverður sem er í miklu uppáhaldi á mínu heimili þessa dagana.
Morgunverðarís með banana

Morgunverðarís með banana

Stundum er það bara þannig að það er nóg að gera hjá manni á morgnana og þá er afskaplega gott að vera búin að undirbúa morgunmatinn kvöldinu áður. Þessi blanda var ofsalega góð og verður klárlega endurtekin.
Súkkulaði brownies

Súkkulaði brownies með pekanhnetum

Ég er í búin að vera í miklum tilraunum í eldhúsinu undanfarið og þá sérstaklega hvað varðar súkkulaðigerð. Þessi súkkulaðiblanda heppnaðist ótrúlega vel enda kláraðist skammturinn mjög fljótt þegar þetta var tekið út úr frystinum. En þessar súkkulaði brownies eru virkilega einfaldar í "bakstri" og þær eru ekki bakaðar heldur geymdar í frysti.
Súkkulaði Partýpopp

Súkkulaði Partýpopp

Unglingsdóttir mín er mikil poppáhugakona og er einnig nýfarin að prófa sig áfram í súkkulaði sem er lágmark 70%. Þessi tvenna sló því í gegn eitt kvöldið þegar móðirin skellti í þessa partýblöndu.
Glútenlaust kryddkex

Glútenlaust kryddkex

Glúten-, sykur-, mjólkur- og eggjalaust kex. Þetta ofureinfalda kryddkex tekur enga stund að gera og það eru aðeins 5 innihaldsefni í uppskriftinni. Frábært með súpunni!
Bláberjaís

Ofurhollur bláberjaís

Bananar eru frábærir! Ef þú átt vel þroskaða banana í ávaxtaskálinni sem enginn hefur lyst á þá er málið að fjarlægja hýðið af þeim, skera þá niður í sneiðar og pakka hverjum og einum í nestispoka og skella þeim beint í frystinn. Þannig áttu alltaf til frosin banana til að skella út í ískaldan smoothie eða ef þig langar skyndilega í heimagerðan og bráðhollan ís.
Einföld eplabaka

Einfalda eplabakan

Það er bara eitthvað við epli og kanil - þegar þessi tvö hittast þá verður til alveg hreint guðdómlegt bragð. Þessi ofureinfalda eplabaka tekur ótrúlega stuttan tíma að gera og svo er hægt að hafa hana "raw" og sleppa því að baka eða hafa hana heita.
Ofursmoothie

Ofursmoothie

Ofurhollur ofursmoothie með hrúgu af andoxunarefnum.
Súkkulaðihjörtu

Súkkulaðihjörtu

Þegar kakóbaunir eru malaðar og kakósmjörið er skilið frá verður eftir lífrænt og 100% hreint kakóduft – stútfullt af andoxunarefnum og annarri bráðhollri næringu.
Möndlu og súkkulaðismákökur

Möndlu og súkkulaðismákökur

Möndlumjöl má nota í stað hveitis í margar uppskriftir. Möndlumjöl er bæði hægt að fá tilbúið og eins er hægt að mala það heima ef þú átt kaffikvörn eða mjög öflugan blender. Mjölið er 100% hreint, óbleikt, glútenlaust, er próteinríkt og lágt í kolvetnum sem gerir það hollt, bragðgott og frábæran staðgengil hveitis.
Súpersmoothie

Súpersmoothie

Maca er s.k. “superfood” (ofurfæða). Slík fæða er rík af andoxunarefnum, vítamínum og steinefnum. Maca er möluð rót og stundum er hún nefnd ginseng Inkanna í Perú en rótin vex efst í Andesfjöllunum.
Þetta er eitthvað fyrir þá sem fíla kanil

Kanilmuffins

Hef gert þessi einföldu, fljótlegu og bragðgóðu kanilmuffins mjög oft og alltaf klárast þau ótrúlega fljótt. Frábær sem sparimillimál.
Fínt að gera nóg og frysta.

Heimagerður hummus

Hummus inniheldur m.a. Omega 3-fitusýrur og járn ásamt amínósýrum sem geta haft góð áhrif á svefn og kætt lund. Hummus er mjög góður sem álegg og er líka æðislegt í salatið.
Möndlur hafa góð áhrif á hjartað

Möndlusmjör

Möndlur eru m.a. prótein -, trefja -, fitu – og kalkríkar. Þá innihalda þær einnig magnesíum og andoxunarefni.
Glútinlausar pönnukökur

Heilsupönnukökur

Glútenlausar – Mjólkurlausar – Sykurlausar – Eggjalausar